Veðurfar og hitastig á Spáni er með eindæmum gott sérstaklega á Torreviejasvæðinu og samkvæmt skýrslu Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) þá er þar besta veðurfar í allri Evrópu.
Sólardagar á ári eru í kringum 325 með yfir 2800 sólarstundum á ári og meðalhiti yfir allt árið er um 20 gráður á Celsíus.
Veðurfar yfir sumarið er því mjög gott, mikill hiti og sjaldgæft að það rigni. Hitastigið er á milli 25-35 gráður yfir daginn og hitinn fer sjaldan niður fyrir 16 gráður yfir nóttina. Í ágúst fer hitinn stundum yfir 40 gráður sérstaklega upp í landi. Vegna lágs rakastigis á svæðinu, þá virkar hitinn ekki eins mikill og hann er eins er oft þægilegur ferskur vindur af hafi sem kælir. Á heitasta tíma dagsins þarf fólk að vara sig á að vera ekki of lengi í sólinni og nota sólarvörn.
Veðrið á veturna er mjög milt miðað við norður Evrópu. Flesta daga yfir veturinn er bjartviðri og jafnvel yfir vetrartímann þá eru fáir rigningardagar eða á bilinu 4 til 6 dagar í mánuði.